Alterað box - Lísa í Undralandi þema

Eitt af því sem ég elska að dunda mér í er að taka venjuleg box eða kassa og skreyta með fallegum pappír, bleki, blómum, málningu og glimmeri.

Það er auðvitað hægt að kaupa falleg box í öllum stærðum og gerðum en við skulum ekki vanmeta ánægjuna af því að gera endurnýtt fallegar og vandaðar umbúðir utan af vörum. Þá er líka snilld að gefa gjafir í þessum öskjum í stað þess að pakka inn í gjafapappír.

Pappírinn sem ég notaði í þennan litla kassa er frá Graphic 45 og ég hreinlega elska Lísu í Undralandi þemað, svo fallegir djúpir litir og teikningarnar eru svo undursamlega fallegar.

Next
Next

Barnakort sem standa